Upplýsinga síða

Heimasíða Karatefélags Akureyrar er nýtt að mestu sem upplýsingasíða en ekki fréttaveita. Æfingatímar og fréttir af starfi félagsins eru birt á facebook síðu Karatefélag Akureyrar. Einnig notar félagið Sportabler vefinn.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Upplýsinga síða

Æfinga Hlé

Eins og flestir vita er félaginu ó heimilt að halda úti æfingum vegna COVID-19. Við látum vita hvenær við getum hafið þær aftur. Við munum skoða hvort við getum haldið úti fjaræfingum.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Æfinga Hlé

Æfingar hlé

Sæl við funduðu í kvöld og skv. reglum ísí skal ekki hafa æfingar fyrir börn á leik og grunnskóla aldri þessa vikuna. Við fylgjum þessum reglum og sjáum til hvernig þetta þróast. Erfitt er að framkvæma 2m fjarlægð hjá ungum börnum. Við tökum stöðuna vikulega og látum ykkur vita. Ef æfingar hætta tímabundið skoðum við að lengja önnina. Svo græjum við hugsanlega fjarþjálfun eftir getu😊🙏

Posted in Uncategorized | Comments Off on Æfingar hlé

COVID-19


Æfingar á morgun mánudag 16 mars falla niður því stjórn félagsins ætlar að funda og undirbúa viðbrögð vegna COVID-19. Samkvæmt reglum sem settar eru núna á félög þá lítur út fyrir að við getum haldið æfingum áfram. Við þurfum jafnvel að breyta einhverju skipulagi sem við látum þá vita af annað kvöld.

Posted in Uncategorized | Comments Off on COVID-19

Árið 2020 hafið

Æfingar eru hafnar á fullu árið 2020 og allir hópar komnir af stað. Byrjendur eru ávalt velkomnir. Nú er búið að opna fyrir skráninguna í Nora kerfinu og æfingagjöld hafa ekkert hækkað frá fyrra ári. Nú er systkyna afslátturinn hærri eða 4000 kr á barn.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Árið 2020 hafið

Nú er vetrarstarfið að hefjast

Nú er vetrarstarfið að hefjast. Afsakið hve þessi tilkynning kemur seint en sumarið var svo fljótt að líða☺️
Við byrjum í næstu viku 4 september skv. stundartöflu sem er eins og í fyrra.
Yngri hópur er á þri kl 17:00 og fim kl 16:00. Aldur 5-8 ára.
Eldri hópur er á mán – mið – og fim Kl 17:00. Aldur 9-12 ára.
Unglingar eru mán- þri- mið og fim kl 18:00. Aldur 13 -18 ára
Fullorðnir æfa á sama tíma og unglingar.
Á föstud kl 17:00 og laugard kl. 16:00 eru æfingar fyrir unglinga og fullorðna en ekki fast.
Byrjendur þurfa ekki að skrá sig sérstaklega og meiga mæta í 2 prufutíma áður en þeir skrá sig í Nora kerfið Iba.felog.is og þar er gengið frá æfingagjaldi. Þar er einnig hægt að nýta ÍTA ávísunina. Ekki er þörf á sértökum æfingafatnaði til að geta prufað Karate, bara mæta í íþróttafötum og æft er berfætt.
Við viljum einnig láta vita af því að helgina 14 og 15 sept
verða Smáþjóðaleikar í karate haldnir í Reykjavík í Laugardalshöllinni. Þetta er stærðsta mót sem haldið hefur verið á Íslandi í Karate. Félagið er með 8 keppendur á leikunum og undirbúningur hefur staðið yfir í allt sumar. Vikuna þar á undan þ.e 9-12 sept má gera ráð fyrir að einhverjar æfingar falli niður því Maggi verður eini þjálfarinn þá vikuna.
Vonumst til að sjá sem flesta og ekki hika við að hafa samband ef það eru einhverjar spurningar.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Nú er vetrarstarfið að hefjast

Hefjum starfið eftir sumarfríi

hæ hó
Við hefjum starfið eftir sumarfríi þriðjudaginn 4 september skv. stundarskrá og er engin breyting á henni frá síðustu önn. Byrjendur og eldri iðkendur velkomin bæði börn og fullorðnir. Ekki þarf að skrá nýja byrjendur fyrr en eftir prufutíma og er leyfilegt að prufa 2 tíma án gjalds. Bara mæta skv stundaskrá í íþróttafötum. Norakerfið er ekki tilbúið og mun það koma inn fljótlega. Endilega hafið samband ef eru einhverjar spurningar. Hlökkum til að sjá ykkur 

upload(2)

 

Posted in Uncategorized | Comments Off on Hefjum starfið eftir sumarfríi

Byrjendanámskeið fullorðna

Byrjendanámskeið fullorðna hefst 15 janúar 2018. Kennt er x3 í viku og endar í lok febrúar. Æfingatímar eru á mánudögum miðvikudögum og fimmtudögum kl 18:00 – 19:30. Upplagt fyrir þá sem vilja kynnast karateíþróttinni og farið verður yfir grunnatriði. Námskeiðið greiðist í Nora kerfi og kostar 15.000 kr. Hægt er að prufa 2 tíma áður en greitt er.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Byrjendanámskeið fullorðna

Vorönn 2018

Við hefjum starfið á nýju ári 2018 þann 8 janúar fyrir þá sem hafa æft áður. Byrjendur eru velkomnir vikuna þar á eftir eða 15 janúar skv. stundatöflu. Ekki þarf að skrá nýja byrjendur fyrr en eftir prufutíma og er leyfilegt að prufa 2 tíma. Norakerfið er tilbúið og hægt að byrja að skrá iðkendur. Minni foreldra fyrri iðkenda að adda sig inn á grúppurnar Karate akureyri yngrihópur og karate akureyri eldrihópur þar sem viðá. Einnig eru gleðifréttir frá Akureyrarbæ að ÍTA ávísunin hefur hækkað í 30 þúsund krónur.

 

karateStundartafbla2

Posted in Uncategorized | Comments Off on Vorönn 2018

Vorönn 2017

Æfingar hefjast hjá öllum hópum þann 6 janúar skv. stundartöflu. Stundartaflan verður eins og síðustu önn. Eldri nemendur eru sjálfkrafa skráðir á þessa önn ef þeir hafa ekki látið vita að þeir séu hættir í tölvupósti rut.kfa@simnet.is. Byrjendur mega bara mæta skv. stundartöflu og prufa 2 æfingar áður en þeir skrá sig í nora kerfinu iba.felog.is. Yngri hópur er miðað við 5- 8 ára og eldri 9-18 ára.

Æfingagjöld vorönn 2017

  • Eldri hópur 9-18 ára: 25.000 kr/(innifalið gráðun og belti í lok annar).
  • Yngrihópur 5-8 ára: 21.000 kr/(innifalið gráðun og belti í lok annar).
  • Félagið tekur við ÍTA ávísunum.
  • Fullorðnir:  10.000 kr/mán, önnin 30.000 kr eða 50.000 kr árið.
    (innifalið gráðun og belti í lok annar)
  • Fullorðnir geta nýtt æfingagjöld sem íþróttastyrki frá stéttarfélögum.

Hafið endilega samband ef einhverjar spurningar.

Kveðja Rut 6907886 Maggi 6985350

tímar2016

 

Posted in Uncategorized | Comments Off on Vorönn 2017