Saga karate

Karate – do
Karate – do er sjálfsvarnar íþrótt sem barst til Okinawa frá Kína fyrir hundruðum ára. Í Okinawa þróast þessar bardaga aðferðir í það form sem þekkt er í dag sem karate.

Orðið karate þýðir tóm hönd sem aðgreinir það frá öðrum bardaga íþróttum þar sem vopn eru notuð. Í karate er líkaminn þjálfaður upp í það að verða vopn. Í karate er höndum og fótum beitt jafnt bæði til árása og varnar.

Þekktustu afbrigði af karate eru sem hér segir: Shotokan, Goju- Ryu, Wado – Ryu, Shito – Ryu, Kyokushin Kai.

Goju – Ryu
Stíllinn sem kenndur verður er Goju – Ryu sem er einn af fyrstu stílunum sem er formaður og skráður hjá Butoku Kai sem eru yfir samtök yfir allar bardaga íþróttir í Japan.