Æfingagjöld

Æfingagjöld

Æfingagjöldum er stillt í hóf og eru störf innan félagsins ekki launuð s.s. þjálfun og önnur félagsvinna. Þetta er gert til að byggja upp félagið og styrkja undirstöðurnar; helstu fjárfestingar hafa verið í nauðsynlegum öryggis- og æfingabúnaði.

Æfingagjöld haustönn 2014

  • Börn að 18 ára aldri: 18.000 kr/(innifalið gráðun og belti í lok annar).
  • Félagið tekur við ÍTA ávísunum.
  • Fullorðnir:  8000 kr/mán, önnin 25.000 kr eða 40.000 kr árið.
    (innifalið gráðun og belti í lok annar)
  • Fullorðnir geta nýtt æfingagjöld sem íþróttastyrki frá stéttarfélögum.

Systkina/fjölskylduafsláttur: 2000 kr afsláttur á barn ef fleiri en 1 æfir eða ef foreldri æfir.

Greiðsla æfingagjalda

Greiðsla er innt af hendi í gegnum greiðslu og skráningakerfi NORA.  Eða eftir samkomulagi við gjaldkera félagsins.  ‘ITA ávísanir eru afgreiddar í gegnu NORA.

Reikningur Karatefélagsins:

  • Kennitala: 711008-1440
  • Reikningsnúmer: 0566-04-250428
Posted in Uncategorized | Comments Off on Æfingagjöld

Æfingar tímar

Æfingatímar

karateStundartafbla

 

Allar æfingar eru að Óseyri 1.

Barnahópur Eldri eru börn frá 10 – 15 ára.
Barnahópur Yngri eru börn frá 6 – 9 ára.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Æfingar tímar

Upplýsingar fyrir byrjendur í Karate

Allir mega koma og prufa Karate. Enginn biðlisti eða skráningar er þörf til að fá að prufa. Mæta bara á æfingu hjá viðeigandi hópi skv. stundatöflu. Allar æfingar fara fram í Óseyri 1. hurð merkt með merki félagsins(þar sem múrbúðin var og gamla netto) Engin þörf er á að fjárfesta í æfingabúningi í byrjun, mæta í íþróttafötum (buxum og bol) og á tásunum. Foreldrum er velkomið að horfa á. Ef þið þurfið meiri upplýsingar um starfið þá má hafa samband í síma: Rut Guðbrandsdóttir 6907886 Magnús Sigþórsson 6985350

Posted in Uncategorized | Comments Off on Upplýsingar fyrir byrjendur í Karate

Vetrarstarf er að hefjast

Byrjendur byrja 8 sept. skv stundartöflu. Fyrsta æfing fyrir krakka sem hafa verið að æfa áður er á fimmtudaginn 4 sept. Þeir fá að taka forskot á sæluna og prufa nýja salinn:)
Byrjendur meiga prufa 2 tíma án endurgjalds.
Nú eru Íta ávísanirnar komnar frá bænum og því verða allir að skrá sig í gegnum NORA kerfið. ( https://iba.felog.is/ )
Við hlökkum til að hefja nýja önn í stærri og betri æfingaraðstöðu.
Kveðja Þjálfarar.

Stundartafla

Posted in Uncategorized | Comments Off on Vetrarstarf er að hefjast

Kumitemót

Minnum á Kumitemót karatefélag Akureyrar Sunnudaginn 13/4. Yngrihópur er kl 14:00-16:00 og eldri hópur er kl 16.00-18:00. Allir velkomnir að horfa á. Ekkert mótsgjald og allir keppendur fá glaðning. Kv Stjórn Karatefélags Akureyrar.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Kumitemót

Hopp eftir æfingu :)

33 júdó dýnur jafnfætis toppið þið þetta

Posted in Uncategorized | Comments Off on Hopp eftir æfingu :)

Greiðsla æfingagjalda

Nú er tilbúið hjá okkur greiðslu og skráningakerfið frá Akureyrabæ en Íta ávísanirnar eru ekki en komnar í gildi og ekki vitað hvenær þær koma. Nú langar okkur að biðja ykkur að fara að skrá barnið og gengið er frá æfingagjöldunum í leiðinni. Ef þið verðið að nota ávísunina þessa önn hafið þá samband við mig en einnig er hægt að nýta hana á haustönninni. Til að skrá er farið inn á heimasíðu karateakureyri.is og efst í hægra horninu er skráning og kerfið á að leiða ykkur áfram. Við verðum líka með tölvu í salnum ef einhverjir vilja fá aðstoð eða ef einhver vandræði eru. Í þessu kerfi er boðið uppá að greiða með greiðslukorti eða fá sendann greiðsluseðil og skipta greiðslunum í upp í 3 hluta. Við ætlum einnig að fara að nota kerfið við skráningu á mætingu. svo mikilvægt er að allir skrái sem fyrst. með von um góð viðbrögð

Posted in Uncategorized | Comments Off on Greiðsla æfingagjalda

verið að vígja nýju júdódínunar

2014-03-04 18.53.27

Posted in Uncategorized | Comments Off on verið að vígja nýju júdódínunar

Æfingar hjá barnahópum eru að hefjast

Æfingar hjá barnahópum eru að hefjast. Hjá yngri hópnum er fyrsta æfing þriðjudaginn 7. janúar kl.17.30 og hjá eldri hópnum miðvikudaginn 8. janúar kl.17.30. Athugið breytta dagsetningu hjá yngri hópnum.
Byrjendur eru velkomnir. 🙂

Posted in Uncategorized | Comments Off on Æfingar hjá barnahópum eru að hefjast

Belta afhendingar hjá barnahópum í dag.

Belta afhendingar hjá barnahópum í dag 19. desember.
Yngri hópur kl.17:30
Eldri hópur kl.18:30
Foreldrum er velkomið að koma og taka þátt í æfingum í dag .

Posted in Uncategorized | Comments Off on Belta afhendingar hjá barnahópum í dag.