Þjálfarar

Markmiðið félagsins er að bjóða upp á bestu karatekennslu sem völ er á, þjálfarar hafi reynslu af þjálfun, góða þekkingu á íþróttinni og eiga gott með að koma henni til skila. Þjálfara eiga jafnframt að vera iðkendum góð fyrirmynd í hvívetna.

Yfirþjálfari: Magnús Sigþórsson, Sími: 698 5350
Aðstoðarþjálfari: Rut Guðbrandsdóttir, Sími: 690 7886

Magnús Sigþórsson hóf að iðka karate árið 1975 og hefur stundað það og kennt allar götur síðan. Magnús hefur náð langt í karate og var gráðaður í svarta beltið 2 dan af Gogen Yamaguchi 10 dan í Japönsku Goju – Ryu karate árið 1983 í Japan.

Magnús hóf Tai Chi þjálfun í Japan árið 1991 og hefur æft það og kennt síðan.

Magnús lærði Japanskar nudd og meðhöndlunar aðferðir í Japan á árunum 1980 til 1983 og hefur starfað við það síðan.

Að framansögðu er hægt að sjá að Magnús hefur mikla reynslu í þjálfun karate og Tai Chi. Auk þess sem hann hefur mikla þekkingu á líkamanum sem nýtist vel í þjálfuninni.