Helgina 13-14 apríl ætlum við að halda kumite-mót Karatefélags Akureyrar. Við héldum svona mót í fyrra og ætlum við að hafa það með svipu móti. Allir fá glaðning og vonumst við til að þetta verði skemmtileg uppákoma fyrir krakkana. Tilgangurinn er að kenna krökkunum reglur í svona mótum og vonin er að hafa þetta árlegan viðburð hjá félaginu. Einnig munum við hafa Kata-mót seinna á önninni. Við verðum að fá að vita hverjir ætla að vera með og byðjum við ykkur að skrá börnin með því að láta okkur vita í síðastalagi 21/3 eða fyrir páskafrí. Það er engin skilda að vera með og enginn kostnaður fyrir þáttakendur. Mótið verður haldið að Óseyri 1 og nánari tímasetning verður tilkynnt er nær dregur.
Páskafrí frá æfingum byrjar 26/3 og fyrsta æfing eftir páska er 2/4. Af gefnu tilefni þá minnum við á þá sem eiga eftir að greiða æfingargjaldið fyrir þessa önn að gera grein fyrir því en gjaldið er 16000 kr (enginn samherjastyrkur þessa önn).
Kveðja stjórn Karatefélags Akureyrar.