KUMITE MÓT

Helgina 13-14 apríl ætlum við að halda kumite-mót Karatefélags Akureyrar.  Við héldum svona mót í fyrra og ætlum við að hafa það með svipu móti.  Allir fá glaðning og vonumst við til að þetta verði skemmtileg uppákoma fyrir krakkana.  Tilgangurinn er að kenna krökkunum reglur í svona mótum og vonin er að hafa þetta árlegan viðburð hjá félaginu.  Einnig munum við hafa Kata-mót seinna á önninni. Við verðum að fá að vita hverjir ætla að vera með og byðjum við ykkur að skrá börnin með því að láta okkur vita í síðastalagi 21/3 eða fyrir páskafrí.  Það er engin skilda að vera með og enginn kostnaður fyrir þáttakendur.  Mótið verður haldið að Óseyri 1 og nánari tímasetning verður tilkynnt er nær dregur.

Páskafrí frá æfingum byrjar 26/3 og fyrsta æfing eftir páska er 2/4. Af gefnu tilefni þá minnum við á þá sem eiga eftir að greiða æfingargjaldið fyrir þessa önn að gera grein fyrir því en gjaldið er 16000 kr (enginn samherjastyrkur þessa önn).

Kveðja stjórn Karatefélags Akureyrar.

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.