Beltapróf og breyttir æfingatímar

Þriðjudaginn 24. maí verða beltapróf hjá 5-7 ára og 8-10 ára. 8-10 ára mæta kl. 16:00 og 5-7 ára mæta kl. 17:30. 11-14 ára mæta á æfingu kl. 18:30.

Fimmtudaginn 26. maí er beltapróf hjá 11-14 ára sem byrjar kl. 17:30. Það er ekki æfing hjá 5-7 ára og 8-10 ára.

Þriðjudaginn 31. maí er belta- og skírteinaafhending, á æfingatíma, og lýkur þar með vetrarstarfi félagsins. Foreldrar eru hvattir til að koma með og vera með á æfingunni.

Sunnudaginn 29. maí verða beltapróf fyrir gult og appelsínugult fyrir 15 ára og eldri. Önnur beltapróf verða í júní en dagsetningin kemst á hreint á næstu dögum.

ATH: Allir sem eru að fara í gráðupróf verða að ganga frá greiðslu æfingagjalda fyrir prófið.

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.