Nú er vetrarstarfið að hefjast. Afsakið hve þessi tilkynning kemur seint en sumarið var svo fljótt að líða☺️
Við byrjum í næstu viku 4 september skv. stundartöflu sem er eins og í fyrra.
Yngri hópur er á þri kl 17:00 og fim kl 16:00. Aldur 5-8 ára.
Eldri hópur er á mán – mið – og fim Kl 17:00. Aldur 9-12 ára.
Unglingar eru mán- þri- mið og fim kl 18:00. Aldur 13 -18 ára
Fullorðnir æfa á sama tíma og unglingar.
Á föstud kl 17:00 og laugard kl. 16:00 eru æfingar fyrir unglinga og fullorðna en ekki fast.
Byrjendur þurfa ekki að skrá sig sérstaklega og meiga mæta í 2 prufutíma áður en þeir skrá sig í Nora kerfið Iba.felog.is og þar er gengið frá æfingagjaldi. Þar er einnig hægt að nýta ÍTA ávísunina. Ekki er þörf á sértökum æfingafatnaði til að geta prufað Karate, bara mæta í íþróttafötum og æft er berfætt.
Við viljum einnig láta vita af því að helgina 14 og 15 sept
verða Smáþjóðaleikar í karate haldnir í Reykjavík í Laugardalshöllinni. Þetta er stærðsta mót sem haldið hefur verið á Íslandi í Karate. Félagið er með 8 keppendur á leikunum og undirbúningur hefur staðið yfir í allt sumar. Vikuna þar á undan þ.e 9-12 sept má gera ráð fyrir að einhverjar æfingar falli niður því Maggi verður eini þjálfarinn þá vikuna.
Vonumst til að sjá sem flesta og ekki hika við að hafa samband ef það eru einhverjar spurningar.
Leit
-
Nýjustu fréttir
Gamlar fréttir
- September 2021
- August 2020
- March 2020
- January 2020
- August 2019
- August 2018
- January 2018
- August 2016
- August 2015
- September 2014
- April 2014
- March 2014
- January 2014
- December 2013
- August 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- September 2012
- August 2012
- May 2012
- April 2012
- March 2012
- January 2012
- December 2011
- August 2011
- June 2011
- May 2011
- April 2011
- March 2011
- January 2011
- November 2010
- August 2010
- June 2010
- May 2010
- April 2010