Nú er vetrarstarfið að hefjast

Ný önn í öllum aldurshópum frá 5 ára og eldri byrjar 1 september skv. stundarskrá. Stundarskráin hefur ekki breyst milli anna. Byrjendur eru velkomnir að mæta í sinn aldurshóp og prufa 2 vikur gjaldfrjálst og án þess að skrá sérstaklega. Skráning og greiðsla æfingagjalda fer fram á iba.felog.is.
Nýr hópur í vetur 👍Kombat karate fyrir 16 ára og eldri er í undirbúningi og verður auglýstur betur fljótlega. Í gær fékk KAÍ undanþágu fyrir karateiðkun 16 ára og eldri gegn því að félagið haldi vissum sóttvarnareglum. Við verðum búin að undirbúa okkur og komum upplýsingum um þær reglur til allra sem first.

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.